Hoppa yfir valmynd
25. febrúar 2010 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fundi um Icesave-málið í Lundúnum lokið

Fréttatilkynning nr. 6/2010

Fundi Íslendinga með Bretum og Hollendingum um Icesave málið lauk í dag án niðurstöðu. Fulltrúar þjóðanna þriggja hafa átt fundi í Lundúnum síðastliðnar tvær vikur.

Íslenskir kjósendur munu ganga að kjörborði 6. mars næstkomandi þar sem greidd verða atkvæði um gildi laga nr. 1/2010 um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Forseti Íslands synjaði þessum lögum staðfestingar 5. janúar 2010.

„Við höfðum vonast til þess að sameiginleg niðurstaða um bætt kjör í Icesave-málinu næðist", sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. „Það hefur enn ekki tekist. Báðir aðildar lögðu fram uppbyggilegar tillögur en enn greinir þjóðirnar töluvert á. Við munum nú ræða við samningamenn okkar þegar þeir eru komnir aftur heim."

Fjármálaráðuneytinu, 25. febrúar 2010



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta