Unnið að lagafrumvarpi um viðskiptakerfi með losunarheimildir
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað nefnd til að semja frumvarp til laga vegna innleiðingar reglna um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda (ETS).
Á grundvelli EES samningsins mun stór hluti losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi falla undir viðskiptakerfi ESB frá og með 1. janúar 2013. Þar er meðal annars um að ræða alla losun frá stóriðju, og er reiknað með að rúmlega 40% af allri losun á Íslandi verði úthlutað innan viðskiptakerfis ESB frá þeim tíma.
Nefndin á að skila tillögum til umhverfisráðherra fyrir 1. ágúst 2010.
Nefndin er þannig skipuð:
- Glóey Finnsdóttir, formaður, umhverfisráðuneyti.
- Guðrún Þorleifsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af iðnaðarráðuneyti.
- Hrafnhildur Bragadóttir. lögfræðingur, tilnefnd af Umhverfisstofnun.
- Ómar Þór Eyjólfsson, lögfræðingur, tilnefndur af efnahags- og viðskiptaráðuneyti.
- Pétur Reimarsson, forstöðumaður, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins.
- Sigurður Guðmundsson, skipulagsfræðingur, tilnefndur af fjármálaráðuneyti.
- Valgerður Guðmundsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af samgöngu- og sveitarstjórnamálaráðuneyti.