Hoppa yfir valmynd
26. febrúar 2010 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðuneytið og RKÍ undirrita samstarfsyfirlýsingu

Össur Skarphéðinsson
OS_og_RKI_feb_2010_(Small)

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands, undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu sem nær til ársins 2011. Með undirrituninni festa íslensk stjórnvöld og Rauði kross Íslands samstarf sitt í sessi og uppfylla sameiginlegt áheit sem gefið var á á 30. alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans árið 2007. Með samstarfsyfirlýsingunni skuldbinda utanríkisráðuneytið og Rauði kross Íslands til að vinna saman að eftirfarandi þremur meginverkefnum:

Útbreiðslu alþjóðlegs mannúðarréttar
Stuðningi við alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins
Gagnkvæmri upplýsingagjöf og fræðslu um stöðu mannúðarmála

Í tilefni undirritunarinnar tók utanríkisráðherra fram að Rauði kross Íslands væri að vinna afar gott og mikilsvert starf bæði innanlands og utan. Það er í samræmi við tilgang og markmið félagsins sem er að bregðast við neyð jafnt innanlands sem utan og veita aðstoð er gerir fólk hæfara til að takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum. Öllu þessu hafi Rauði kross Íslands sinnt með miklum sóma og svo eftir sé tekið.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta