Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2010 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðuneytið óskar upplýsinga um Íslendinga í Chile

Utanríkisráðuneytið hefur sett upp vakt í kjölfar jarðskjálftanna sem urðu í morgun í Chile. Ráðuneytinu hefur verið gert viðvart um 37 Íslendinga sem talið er að séu í landinu. Erfitt hefur reynst að ná símasambandi við Chile en þó hafa borist upplýsingar um 20 einstaklinga sem eru óhultir. Vinnur ráðuneytið að því að afla upplýsinga um þá 17 sem þá standa eftir.

Ráðuneytið verður áfram í sambandi við aðstandendur hér á landi þar til upplýsingar liggja um að viðkomandi séu óhultir.

Ekki hefur tekist að ná sambandi við ræðismann Íslands.

Utanríkisráðuneytið óskar eftir að fólk upplýsi um Íslendinga sem kunna að vera á svæðinu, einnig þá sem eru óhultir. Hægt er að hafa samband við ráðuneytið í síma 545 9900 eða á veffangið [email protected].



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta