Hoppa yfir valmynd
1. mars 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til atvinnuleikhópa 2010

Alls sóttu 73 aðilar um styrki til 95 verkefna auk sjö umsókna um samstarfssamninga.

leikhús

Ég og vinir mínir/Álfrún Helga Örnólfsdóttir o.fl. 3.500 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Verði þér að góðu.

Anna Richardsdóttir 1.490 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Skrokkar.

Fígúra ehf./Hildur M. Jónsdóttir o.fl. 1.800 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Gilitrutt.

Grindvíska atvinnuleikhúsið/Víðir Guðmundsson o.fl. 4.050 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Endalok alheimsins.

Háaloftið/Tinna Hrafnsdóttir o.fl. 4.900 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Hrekkjusvínin.

Hitt og þetta sf./Gunnlaugur Egilsson o.fl. 2.600 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Klúbburinn.

Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan/Vigdís Eva Guðmundsdóttir o.fl. 2.850 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Kandíland.

Lab Loki/Rúnar Guðbrandsson o.fl. 1.000 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Þjófurinn.

Leikhópurinn soðið svið/ Aðalbjörg Þóra Árnadóttir o.fl. 3.200 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Súldarsker.

Leikhúsið 10 fingur/Helga Arnalds o.fl. 1.850 þús. kr. vgena uppsetningar á verkinu Litla systir skrímsli.

Ólöf danskompaní/ Ólöf Ingólfsdóttir 2.690 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Eins og vatnið

STOPP-leikhópurinn/Eggert Kaaber o.fl. 2.500 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Miskunnsömu pönkararnir.

Sviðslistahópurinn 16 elskendur/Karl Ágúst Þorbergsson og Friðgeir Einarsson 3.950 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Nígeríusvindlið.

Vesturport 7.500 þús. kr. skv. samstarfssamningi til eins árs.

Hafnarfjarðarleikhúsið 15.000 þús. kr. skv. samstarfssamningi til eins árs.

Alls sóttu 73 aðilar um styrki til 95 verkefna auk sjö umsókna um samstarfssamninga. Á fjárlögum 2010 eru alls 64,9 millj.kr. til starfsemi atvinnuleikhópa. Af þeirri upphæð eru 4,5 millj. kr. eyrnamerktar skrifstofu Sjálfstæðu leikhúsanna og því ekki til úthlutunar. Samtals er úthlutað til einstakra verkefna 36.380 þús. kr. og samtals er úthlutað til samstarfssamninga 22.500 þús.kr.

Í leiklistarráði eru Guðrún Vilmundardóttir, formaður, skipuð án tilnefningar, Jórunn Sigurðardóttir tilnefnd af Leiklistarsambandi Íslands og Dofri Hermannsson, tilnefndur af Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta