Iðnaðarráðherra heimsækir Actavis hf
Iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, heimsótti Actavis hf í dag fimmtudaginn 4. mars. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, aðstoðarforstjóri og Stefán J Sveinsson, framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðs tóku á móti ráðherra., kynntu starfsemina og helstu þætti hennar.
Actavis, sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu samheitalyfja, er með starfsemi í 40 löndum, en höfuðstöðvar á Íslandi. Starfsmenn eru um 10.000 þ.a. um 500 á Íslandi og unnið er að því að auka framleiðslugetuna hér á landi og fjölga starfsmönnum um 50.