Hlé gert á Icesaveviðræðum
Fréttatilkynning nr. 7/2010
Síðustu þrjár vikur hafa farið fram viðræður milli samninganefndar Íslands og stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi um lausn Icesave-málsins.
Viðræður hafa verið uppbyggillegar og miðað að því að finna lausn sem allir málsaðilar geta sætt sig við. Samninganefnd Íslands kemur heim frá London í dag. Ísland er áfram reiðubúið til áframhaldandi viðræðna og standa vonir til þess að þær geti hafist að nýju í næstu viku.
Fjármálaráðuneytinu, 5. mars 2010