Hoppa yfir valmynd
5. mars 2010 Innviðaráðuneytið

Leiðbeiningarrit um frjálsan hugbúnað

Ríkisendurskoðun hefur gefið út rit sem ætlað er að fræða starfsmenn ríkistofnana um möguleika svokallaðs frjáls hugbúnaðar og leiðbeina um val á slíkum hugbúnaði.

Það sem greinir frjálsan hugbúnað frá séreignarhugbúnaði er að yfirleitt þarf ekki að greiða fyrir afnot af þeim fyrrnefnda. Auk þess hefur notandinn aðgang að forritunarkóða hans og getur breytt honum að vild. Víða um lönd hafa stjórnvöld beitt sér fyrir því að opinberar stofnanir nýti frjálsan hugbúnað með það fyrir augum að ná fram sparnaði í rekstri. Hér á landi hafa stjórnvöld markað þá stefnu að við innkaup skuli opinberir aðilar gefa frjálsum hugbúnaði „sömu tækifæri‘“ og séreignarhugbúnaði.

Í ritinu kemur fram að kostnaður íslenska ríkisins vegna kaupa á hugbúnaði hafi numið rúmlega 7,5 ma.kr. á tímabilinu 2006 til 2008. Hugsanlega megi spara fé með því að ríkisstofnanir samnýti frjálsan hugbúnað og hafi samstarf um þróun hans.

Með útgáfu ritsins vill Ríkisendurskoðun fræða stjórnendur og starfsmenn ríkisstofnana um eðli og möguleika frjáls hugbúnaðar og leiðbeina þeim um hvernig standa skuli að vali á slíkum búnaði. Ritið byggir á margvíslegum upplýsingum, frá jafnt innlendum sem erlendum aðilum, og í því er m.a. að finna fjölda tengla inn á vefsíður þar sem nálgast má frjálsan hugbúnað. Ritið er gefið út á rafrænu formi.


(Fengið af vef Ríkisendurskoðunar,rikisendurskodun.is)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta