Hoppa yfir valmynd
5. mars 2010 Matvælaráðuneytið

Skipað í stjórn Tækniþróunarsjóðs

Fréttatilkynning nr 3/2010
Iðnaðarráðherra hefur skipað nýja stjórn Tækniþróunarsjóðs. Fulltrúi ráðherra í stjórninni er Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP og er hann stjórnarformaður.

Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og hefur starfað frá árinu 2004. Markmið hans er að stuðla að eflingu samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs með stuðningi við rannsóknir og  þróun  nýsköpunarverkefna. Sjóðurinn fjármagnar verkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. Á þeim sjö árum sem sjóðurinn hefur starfað hafa fjárveitingar til hans þrefaldast og  samtals tæpum 3 milljörðum verið veitt  í beina styrki til tækniþróunar og nýsköpunar í þágu íslensks atvinnulífs.

Styrkþegar hafa aðallega verið sprota- og nýsköpunarfyrirtæki sem mörg hver hafa unnið að  þróunarverkefnum  í samvinnu við háskóla og rannsóknastofnanir.  Enginn vafi er á því að árangur margra sprotafyrirtækja, sem nú eru að slíta barnsskónum, má rekja til þessa stuðnings. Má þar nefna fyrirtæki eins og Marorku, Orf líftækni, Mentor, Stjörnu-Odda, Nox Medical og mörg fleiri.

Á síðasta ári var óvenju mikil ásókn í sjóðinn og á þessu ári lauk fyrri umsóknarfresti 15. febrúar.  Umsóknir eru eitt hundrað og sótt um nýja styrki fyrir ríflega 700 milljónir króna þar sem heildarkostnaður verkefnanna er ríflega 2 milljarðar. Í stjórn Tækniþróunarsjóðs sitja sjö menn sem iðnaðarráðherra skipar til þriggja ára í senn.

Stjórn sjóðsins verður þannig skipðuð til ársloka 2012:

Dagný Halldórsdóttir, Ásbúð 27, 220 Garðabæ - tilnefnd af  tækninefnd Vísinda- og tækniráðs.

Arndís Steinþórsdóttir, Urðarbakka 20, 109 Reykjavík - tilnefnd af sjávarútvegs- og                  landbúnaðarráðherra.                                                                                                                                

Magnús B. Jónsson, - tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Ása Brynjólfsdóttir, Bakkasmára 1, 201 Kópavogi - tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins

Hermann Guðmundsson, Sævangi 27,  220 Hafnarfirði - tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins.

Vilborg Einarsdóttir, Lynghaga 5, 107 Reykjavík - tilnefnd af Samtökum iðnaðarins varaformaður.

Reykjavík, 5. Mars 2010

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta