Erlendir fjölmiðlar haldnir til síns heima
Á annað hundrað erlendir fjölmiðlamenn frá um fimmtíu fjölmiðlum komu til Íslands til að fylgjast með þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave í vikunni 1-7. mars. Fjölmiðlafólkið kom einkum frá Norðurlöndunum, Bretlandi og Hollandi, en einnig frá Þýskalandi, Frakklandi, Sviss, Ítalíu, Írlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Japan og Kína.
Þegar ljóst var hversu mikill áhugi var erlendis á þjóðaratkvæðagreiðslunni var ákveðið að opna fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fréttamenn í Iðnó. Það var gert miðvikudaginn 3. mars og var henni lokað að kvöldi sunnudags 7. mars. Þar var boðið upp á vinnuaðstöðu og fundi, formlega og óformlega, með ráðherrum og þingmönnum, auk þess sem aðrir hópar og einstaklingar fengu tækifæri til að koma sínum málstað á framfæri.
3. mars hélt dómsmálaráðherra fund með erlendum fréttamönnum í fjölmiðlamiðstöðinni. 4. mars sat efnahags- og viðskiptaráðherra fyrir svörum en einnig komu þingmennirnir Guðbjartur Hannesson og Kristján Þór Júlíusson í fjölmiðlamiðstöðina, kynntu feril Icesave-málsins og ræddu við fréttamenn. Seðlabanki Íslands hélt þann sama dag kynningu fyrir erlenda fréttamenn á stöðu íslenskra efnahagsmála. 5. mars hélt forsætisráðherra fjölsóttan blaðamannafund í Þjóðmenningarhúsinu. 6. mars hélt utanríkisráðherra fund í fjölmiðlamiðstöðinni og svaraði spurningum fjölmiðla þegar fyrstu tölur lágu fyrir. Loks hélt fjármálaráðherra blaðamannafund í fjölmiðlamiðstöðinni í gær 7. mars.
Auk þessara funda hafa ráðherrarnir veitt hinum erlendu fjölmiðlum og þeim sem ekki sendu fólk hingað hátt í hundrað einkaviðtöl. Ljóst er að koma erlendra fréttamanna hingað til lands hefur skilað sér í yfirvegaðri umfjöllun og meiri skilningi á stöðu og sjónarmiðum Íslands. Alvarlegra staðreyndavilla gætir mun minna en áður og samstarf og þjónusta við fréttamenn hefur styrkt enn frekar tengslanet stjórnvalda við erlenda fjölmiðla.
Yfirlit um erlenda fjölmiðla sem íslenskir ráðamenn, einn eða fleiri, hafa rætt við í liðinni viku:
ABC nyheter
Adresseavisen/Stavanger aftenblad
Aftenposten
AFP fréttastofan
Al Jazeera
APA fréttastofan
ARD þýska ríkissjónvarpið
ARTE
Asahi Shimbun
BBC world service (útvarp)
BBC World (sjónvarp)
BBC 1
BBC business daily
Bloomberg TV
Bloomberg fréttastofan
Canal+
La Croix
Danmarks radio (útvarp og sjónvarp)
Eesti Päevaleht
L' Express
Finnska ríkissjónvarpið, YLE (finnskumælandi)
Finnska ríkissjónvarpið, YLE (sænskumælandi)
Finnska ríkissjónvarpið, YLE (heimildarmynd)
Financial Times
Financial Times Deutschland
France 3 Europa
GPD nieuws hollensk héraðsfréttablöð
Guardian
Handelsblatt
Helsingin Sanomat
Kyodonews
MTV3 Finland
Nikkei fréttastofan
NOVA hollenskur fréttaskýringaþáttur
NOS hollenska ríkissjónvarpið
ORT
Radio France International
Reuters TV
Reuters fréttaþjónusta
Ritzau
Passion for business
SR sænska ríkisútvarpið
SVT sænska ríkissjónvarpið
Radio France 1
RSI – svissneska ríkisútvarpið (ítölskumælandi)
Suddeutsche Zeitung
TSR1 - Svissneska sjónvarpið (frönskumælandi)
La Une - belgísk sjónvarpsstöð (frönskumælandi)
De Volkskrant
Die Welt
ZDF