Könnun á menningarneyslu Íslendinga
Mennta- og menningarmálaráðuneytið í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands boðar til kynningarfundar um niðurstöður úr könnuninni:
Íslensk menningarvog - könnun á menningarneyslu Íslendinga
Mennta- og menningarmálaráðuneytið í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands boða til kynningar á niðurstöðum úr könnuninni: Íslensk menningarvog – könnun á menningarneyslu Íslendinga
Könnunin var gerð í nóvember og desember 2009 af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Menningarvogin er yfirgripsmesta könnun sinnar tegundar sem gerð hefur verið hér á landi þar sem almenningur var ekki aðeins spurður út í aðsókn að menningarviðburðum heldur einnig þátttöku í menningarstarfsemi og viðhorf til menningar í landinu.
Niðurstöður könnunarinnar birtast í skýrslu sem er í þremur hlutum. Sá fyrsti fjallar um menningarneyslu, annar um þátttöku almennings í menningarstarfsemi og að lokum koma nokkrar spurningar sem varpa ljósi á viðhorf almennings til menningar í landinu.
- Kynningarfundurinn verður haldinn í Þjóðminjasafni Íslands þriðjudaginn 9. mars kl. 13:00 að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra og er öllum opinn.
- Menningarvog - könnun á menningarneyslu Íslendinga