Styrkir til háskólanáms á Ítalíu
Ítölsk stjórnvöld bjóða íslenskum nemendum að sækja um styrk til námsdvalar á Ítalíu næsta skólaár, 2010-2011.
Styrkirnir eru ætlaðir til náms í 3, 6, 9 eða 12 mánuði við ítalskan háskóla eða sambærilega stofnun.
Umsækjendur geta verið í grunn- eða framhaldsnámi, einnig geta ítölskukennarar sem vilja sækja styttri tungumála- eða menningarnámskeið sótt um styrk.
Góð þekking á ítölsku er skilyrði.
Umsækjendur þurfa að vera 35 ára eða yngri, fyrir utan kennara.
- Sótt er um á netinu á sérstöku umsóknareyðublaði (einnig til á ensku) veffang: http://borseonline.esteri.it/borseonline/it/index.asp
- Sækja skal um á tímabilinu 22. febrúar til 31. mars 2010.
- Nánari upplýsingar um styrkina og umsóknarferlið er að finna á vef ítalska utanríkisráðuneytisins: http://www.esteri.it/MAE/IT/Ministero/Servizi/Stranieri/Opportunita/
- Simona Storchi, lektor í ítölsku við deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda í Háskóla Íslands veitir nánari upplýsingar og aðstoð, [email protected], s: 525 4559.