Hoppa yfir valmynd
11. mars 2010 Utanríkisráðuneytið

Fundur Össurar Skarphéðinssonar með Lene Espersen utanríkisráðherra Danmerkur

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Lene Espersen utanríkisráðherra Danmerkur í tengslum við utanríkisráðherrafund Norðurlandanna sem haldinn var í Kaupmannahöfn í dag. Á fundinum fór ráðherra ítarlega yfir stöðu Icesave-málsins og mikilvægi þess að efnahagsáætlun Íslands sem unnin er í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn nái fram að ganga. Lene Espersen lýsti yfir ríkum skilningi á sjónarmiðum Íslands og sagði að hún vonaðist eftir samkomulagi í málinu sem fyrst.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta