Hoppa yfir valmynd
11. mars 2010 Utanríkisráðuneytið

Ráðherra sækir utanríkisráðherrafund Norðurlandanna í Kaupmannahöfn

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tók í dag þátt í fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem fram fór í Kaupmannahöfn undir forystu nýs utanríkisráðherra Danmerkur, Lene Espersen. Í upphafi fundar gerði utanríkisráðherra ítarlega grein fyrir stöðunni í Icesave-málinu í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um liðna helgi og stöðu viðræðna Íslendinga við Breta og Hollendinga. Þá ræddi hann efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lagði á það áherslu að ekki yrðu tafir á annarri endurskoðun áætlunarinnar og þar með lánveitingum Norðurlandanna sem hluta hennar.

Norrænu utanríkisráðherrarnir ræddu m.a. möguleika á aukinni samvinnu í rekstri sendiskrifstofa, aukna samvinnu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og eftirfylgni loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn. Utanríkisráðherrarnir ræddu málefni Norðurskautsráðsins en íslensk stjórnvöld telja að fundir einstakra aðildarríkja ráðsins um málefni Norðurslóða eins og til stendur að halda í Kanada í lok marsmánaðar, án þátttöku Íslands, Svíþjóðar og Finnlands, geti veikt starfsemi Norðurskautsráðsins. Ennfremur var ástandið í Afganistan, Íran, Búrma og Úkraínu rætt.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta