Tæpur helmingur forstöðumanna stofnana ráðuneytisins er konur
Af 16 stofnunum sem heyra undir félags- og tryggingamálaráðuneytið er níu þeirra stjórnað af körlum en sjö af konum, eða 44%. Forstöðumenn ríkisstofnana voru í febrúar 193 talsins, þar af voru konur 59 eða 31%.
Af 16 stofnunum sem heyra undir félags- og tryggingamálaráðuneytið er níu þeirra stjórnað af körlum en sjö af konum, eða 44%. Forstöðumenn ríkisstofnana voru í febrúar 193 talsins, þar af voru konur 59 eða 31%. Þetta kemur fram í Fréttabréfi stjórnenda ríkisstofnana sem starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins gefur út. Hlutfall kynja í hópi ráðuneytisstjóra er jafnt í Stjórnarráðinu, þ.e. sex konur og sex karlar.
Fréttabréf stjórnenda ríkisstofnana