Hoppa yfir valmynd
16. mars 2010 Matvælaráðuneytið

HönnunarMars - árleg hönnunarhátíð

Dagana 18. – 21. mars 2010 stendur Hönnunarmiðstöðin öðru sinni fyrir HönnunarMars. Markmiðið er að halda áfram því góða starfi sem farið var af stað með, þar sem grasrótin í hönnunarsamfélagi landsins stendur fyrir stærsta hluta dagskrárinnar.

HönnunarMars er ætlað að vekja athygli á íslenskum hönnuðum og hönnun þeirra hjá almenningi, fjölmiðlum og stjórnvöldum. Íslenskir hönnuðir hafa verið að sækja mjög í sig veðrið undanfarin ár sem sést í þeirri miklu grósku sem er í íslenskri hönnun í dag.

Nú þegar hefur fjöldi erlendra blaðamanna boðað komu sína á HönnunarMars 2010. Erlendir fyrirlesarar, sem ættu að verða hönnunarsamfélaginu og öðrum innblástur, munu taka til máls í fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar auk þess sem Norrænir kaupendur og framleiðendur hönnunar taka þátt í kaupstefnu sem Hönnunarmiðstöð stendur fyrir í samstarfi við Norræna húsið.

Viðburðir í HönnunarMars 2010

  •  Sýningar og innsetningar
  •  Opin hús
  •  Verðlaunaafhendingar
  •  Viðburðir, uppákomur og veislur
  • Úti um allan bæ

Á undanförnum árum hafa verslanir sprottið upp sem leggja áherslu á íslenska hönnun. Miðbær Reykjavíkur hefur sérstaklega blómstrað í þessum efnum. Sérstök áhersla er lögð á að verslanir af þessum toga taki þátt í dagskrá HönnunarMars með viðburðum af einhverju tagi. Eins hafa veitingastaðir og kaffihús verið virkjuð og sýningar settar upp víðs vegar um borgina. Ekki má gleyma verslunum í öðrum bæjarhlutum, sýningum og vinnustofum sem opna dyr sínar fyrir gestum.



 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta