Hoppa yfir valmynd
17. mars 2010 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs í Litháen

Elín Flygenring sendiherra afhendir trúnaðarbréf í Litháen
Afhending_trunadarbrefs_i_Lithaen

Elín Flygenring, sendiherra, afhenti í gær, 16.mars, Dalia Grybauskaitė, forseta Litháen, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Litháen, með aðsetri í Helsinki. Athöfnin fór fram í forsetahöllinni í Vilníus, höfuðborg landsins.

Í viðræðum við forseta Litháen var lögð áhersla á náinn vinskap þjóðanna og vaxandi samskipti. Forseti Litháen sagðist styðja Íslendinga í hvívetna og þakkaði Íslendingum fyrir mikilvægan stuðning á þeim tuttugu árum er liðin væru frá því að Litháen endurheimti sjálfstæði sitt að nýju. Þrátt fyrir að íslenskum fyrirtækjum sem haslað höfðu sér völl í Litháen á undanförnum árum hafi nú fækkað er samstarf landanna mjög náið, ekki síst á stjórnmála- og menningarsviðinu.

Sendiherra átti einnig fundi með öðrum ráðamönnum í Litháen, þar sem rædd voru bæði tvíhliða samskipti ríkjanna og ýmis alþjóðamál.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta