Hoppa yfir valmynd
17. mars 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins heimsótt

Heimsókn til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
Heimsókn til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra heimsótti starfsfólk Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í gær og tók þátt í störfum þess. Umhverfisráðherra fékk kynningu á starfseminni og fylgdi sjúkraflutningamönnum í útköll. Á milli útkalla fékk umhverfisráðherra sérstaka kynningu á forvarnarstarfi sem ætlað er börnum og slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn æfðu björgun úr bíl að viðstöddum ráðherra.

Slökkviliðið sinnir fjölmörgum verkefnum, þ.á.m. slökkvistarfi, sjúkraflutningum og viðbrögðum við mengunaróhöppum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins nær til sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu og þau standa sameiginlega að rekstri liðsins. Umhverfisráðuneytið fer með yfirumsjón eldvarnarmála.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta