Fundur um heildaraflamark
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið bauð til fundar í gær 17. mars 2010, ýmsum hagsmunaaðilum úr sjávarútvegi þar sem umfjöllunarefnið var ákvörðun heildaraflamarks. Fundurinn var vel sóttur og komu fundarmenn sjónarmiðum sínum á framfæri og síðan voru gagnlegar umræður. Ráðuneytið telur að markmiðið með fundinum hafi náðst sem var að skapa ramma fyrir upplýsta umræðu um málefni sem hefur gríðalega mikla þýðingu fyrir þessa þjóð.
Fulltrúar eftirtalinna aðila mættu til fundarins og er þeim þökkuð þátttakan:
Landsambands smábátaeigenda
Landsambandi íslenskra útgerðarmanna
Sjómannasasambandi Íslands
Farmanna og fiskimannasambandi Íslands
VM-Félagi vélstjóra og málmtæknimanna
Samtökum Fiskvinnslustöðva
Forsvarsaðilum f. íslenska merkið “Iceland – responsible fisheries” - Fiskifélag íslands
Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda
Félagi atvinnurekenda
Hafrannsóknastofnunarinnar
Samtökum atvinnulífsins
Fulltrúar fiskmarkaða og RSF
Fulltrúum frá meiri- og minnihluta sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis.