Hoppa yfir valmynd
19. mars 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundur um Evrópuár gegn fátækt og félagslegri einangrun

Evrópa gegn fátækt
Evrópa gegn fátækt

Félags- og tryggingamálaráðuneytið efnir til fundar um Evrópuár gegn fátækt og félagslegri einangrun 25. mars næstkomandi í Iðnó.

Evrópuárið 2010 er tileinkað baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun og tekur Ísland fullan þátt í árinu. Hér á landi verður lögð áhersla á verkefni sem auka fjölbreytni við úrræði og námskeið til að bæta aðstæður tekjulágra hópa og fjölskyldna, atvinnulausra og fólks með skerta starfsgetu og verkefni sem vinna gegn fordómum sem einstaklingar upplifa vegna aðstæðna sinna og sem ýta undir félagslega virkni fólks sem hætt er við einangrun vegna langtímaatvinnuleysis eða bágra aðstæðna.

12.00–12.40 Léttur málsverður þar sem boðið er upp á súpu og brauð. 
12.40–13.00 Ávarp Árna Páls Árnasonar, félags- og tryggingamálaráðherra.
13.00–13.20 Fátækt á Íslandi og í Evrópulöndum? Guðný Eydal, félagsráðgjafi og prófessor í félagsráðgjöf.
13.20–13.40 Kvennasmiðjan – leið til virkni. Ella Kristín Karlsdóttir, félagsráðgjafi og María Sif Ericsdóttir.
13.40–13.50 Ungt fólk til athafna. Runólfur Ágústsson, stjórnarformaður Vinnumálastofnunar.
13.50–14.10 Virðing - Virkni – Velferð. Stella K. Víðisdóttir, sviðsstjóri Velferðasviðs Reykjavíkurborgar.
14.10–14.30 Litróf samfélagsins. Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis.

Skráning: Tilkynna skal um þátttöku með því að senda póst á netfangið: [email protected]

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta