Hoppa yfir valmynd
22. mars 2010 Matvælaráðuneytið

Frumkvöðlaráðstefna - MIT Global Startup Workshop á Íslandi

Dagana 24. - 26. mars nk. fer fram á Íslandi ein virtasta frumkvöðlaráðstefna
í heiminum, MIT Global Startup Workshop.

Um 200 erlendir gestir hafa þegar boðað komu sína til Íslands. Í þeim hópi
eru vel þekktir stjórnendur, frumkvöðlar, fjárfestar, nemendur, prófessorar
og fulltrúar helstu stuðningsaðila nýsköpunar í heiminum. Meðal lykilfyrirlesara
er t.d. Robin Chase, stofnandi Zipcar sem valin var ein af 100 áhrifamestu
einstaklingum í heiminum af Time Magazine í fyrra.

Um er að ræða einstakan viðburð til að efla tengslanet íslenskra fyrirtækja,
hlusta á heimsþekkta fyrirlesara og taka þátt í líflegum pallborðsumræðum.

Nánari upplýsingar og skráning á: http://www.ru.is/mba/mitgsw

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta