Fundur ráðherra og forseta Maldíveyja
Iðnaðarráðherra, Katrín Julíusdóttir, átti í dag fund með Mohamed Nasheed, forseta Maldíveyja í iðnaðarráðuneytinu þar sem þau ræddu orkumál. Forsetinn hefur á undanförnum árum vakið heimsathygli fyrir baráttu sína gegn loftslagsbreytingum og hélt fyrir nokkrum mánuðum eftirtektaverðan ríkisstjórnarfund á hafsbotni til að vekja athygli heimsbyggðarinnar á að Maldíveyjar gætu sokkið í sæ vegna bráðnunar íss og jökla, m.a. á norðurslóðum.