Mælikvarðar fyrir opinbera vefi, hvað vantar, hverju er ofaukið?
Morgunverðarfundur á Grand Hótel fimmtudaginn 25. mars kl. 8:00 – 10:00
Í framhaldi af hádegisfundi Ský um könnunina „Hvað er spunnið í opinbera vefi 2009?“ sem haldinn var 16. desember sl. efnir faghópur Ský um rafræna opinbera þjónustu til vinnufundar þar sem fjallað verður um mælikvarðana sem miðað hefur verið við. Fundinum er m.a. ætlað að svara eftirtöldum spurningum:
- Hverjir eru helstu mælikvarðarnir í könnuninni?
- Hvaða mælikvarðar eru umdeildir?
- Hvaða mælikvarða vantar og hverjum er ofaukið?
- Gefur innbyrðis vægi mælikvarðanna rétta mynd?
- Getum við náð samstöðu um hvernig má endurbæta mælikvarðana eða mæliaðferðir til þess að bæta gæði kannananna?
Allir sem láta sig varða vefmál, bæði vefþjónustuaðilar og forsvarsmenn vefja, eru hvattir til þess að mæta á fundinn og taka þátt í því að gera mælikvarðana og þar með könnunina að sem bestu verkfæri til þess að bæta gæði opinberra vefja.
Dagskrá:
08:00 – 08:30 Húsið opnar, morgunverðarhlaðborð og spjall
08:30 – 08:35 Inngangur, tilgangur fundarins, meginniðurstöður könnunarinnar, Halla Björg Baldursdóttir, forsætisráðuneyti
08:35 – 08:50 Viðhorf framkvæmdaaðila, Jóhanna Símonardóttir, Sjá
08:50 – 09:10 Viðhorf vefþjónustuaðila, Sigrún Eva Ármannsdóttir, Skýrr og Már Örlygsson, Hugsmiðjan
09:10 – 09:30 Viðhorf opinberra aðila, Hreinn Hreinsson, Reykjavíkurborg og Heiðar Örn Arnarsson, Sjúkratryggingar Íslands
09:30 – 10:00 Umræður og skoðanaskipti. Lögð er áhersla á virka þátttöku fundarmanna
10:00 Fundi slitið
Fundarstjóri: Marta Kristín Lárusdóttir
Undirbúningshópur: Faghópur um rafræna opinbera þjónustu