Hoppa yfir valmynd
22. mars 2010 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórnin sendir kveðju til allra er lagt hafa hönd á plóg við að stuðla að bættu öryggi vegna gossins í Eyjafjallajökli

Ríkisstjórn Íslands fjallaði í morgun um stöðu mála vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Ríkisstjórnin lýsir yfir mikilli ánægju með framlag þeirra fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóg við að stuðla að bættu öryggi og afstýra hættu frá því að gosið hófst. Sendir ríkisstjórnin þeim kveðju sína með þakklæti og virðingu.

Vinnubrögð í kjölfar þess að gos hófst í Eyjafjallajökli undir miðnætti síðastliðinn laugardag hafa verið fagleg, fumlaus og til mikils sóma fyrir land og þjóð. Ríkisstjórnin þakkar öllum þeim fjölmörgu sem  komið hafa að greiningu aðstæðna og skipulagningu aðgerða fram til þessa og íbúum á svæðinu fyrir góða samvinnu. 

Sérstakar þakkarkveðjur eru sendar aðgerðarstjórn á Hellu sem og  almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og viðbragðsaðilum í Samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna í Skógarhlið.

Reykjavík, 22 mars. 2010

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta