Hoppa yfir valmynd
22. mars 2010 Dómsmálaráðuneytið

Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar 29. maí 2010

Almennar sveitarstjórnarkosningar verða haldnar laugardaginn 29. maí 2010. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst þriðjudaginn 6. apríl en frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi er til kl. 12 á hádegi laugardaginn 8. maí.

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið hefur nú í fyrsta sinn umsjón með framkvæmd sveitarstjórnarkosninga, eftir að forræði þessa málaflokks fluttist til ráðuneytisins frá samgönguráðuneytinu 1. október 2009. Ráðuneytið annast því framkvæmd allra almannakosninga hér á landi. Fjallað er um kosningarnar, kosningarrétt, kjörgengi, atkvæðagreiðslu utan kjörfundar o.fl. í nýju vefriti ráðuneytisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum