Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar 29. maí 2010
Almennar sveitarstjórnarkosningar verða haldnar laugardaginn 29. maí 2010. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst þriðjudaginn 6. apríl en frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi er til kl. 12 á hádegi laugardaginn 8. maí.
Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið hefur nú í fyrsta sinn umsjón með framkvæmd sveitarstjórnarkosninga, eftir að forræði þessa málaflokks fluttist til ráðuneytisins frá samgönguráðuneytinu 1. október 2009. Ráðuneytið annast því framkvæmd allra almannakosninga hér á landi. Fjallað er um kosningarnar, kosningarrétt, kjörgengi, atkvæðagreiðslu utan kjörfundar o.fl. í nýju vefriti ráðuneytisins.