Hoppa yfir valmynd
23. mars 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Styrkjum úthlutað úr þróunarsjóði innflytjendamála

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur úthlutað styrkjum úr þróunarsjóði innflytjendamála fyrir árið 2009. Alls bárust 40 umsóknir til sjóðsins og voru veittir styrkir til 16 verkefna, samtals um 9.445.000 króna.

Þróunarsjóður innflytjendamála var stofnaður í mars 2007 í þeim tilgangi að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði málefna innflytjenda. Markmiðið er að auðvelda innflytjendum aðlögun að íslensku samfélagi og gera samfélaginu betur kleift að koma til móts við þá. Úthlutað var úr sjóðnum í fyrsta sinn í janúar 2008 en gert er ráð fyrir að úthlutun fari fram árlega.

Þróunarsjóður innflytjendamála er starfræktur í félags- og tryggingamálaráðuneytinu. Innflytjendaráð fer með stjórn sjóðsins og gerir tillögur til félags- og tryggingamálaráðherra um úthlutanir úr honum. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á verkefni og rannsóknir sem lúta að áhrifum efnahagsástandsins á stöðu innflytjenda og þá sérstaklega langtímaatvinnuleysi og verkefni sem fylgja áherslum framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta