Hoppa yfir valmynd
25. mars 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Tvöþúsundasta Svansleyfið veitt á afmælisári

Svanurinn
Umhverfismerkið Svanurinn

Norræna umhverfismerkið Svanurinn verður 20 ára í ár og tvöþúsundasta Svansleyfið var veitt á afmælisárinu. Það var tölvuframleiðandinn Lenovo sem varð þess heiðurs aðnjótandi að fá leyfi númer 2000.

Svanurinn gerir neytendum kleift að velja umhverfisvænni vörur og þjónustu sem hafa minni skaðleg heilsuáhrif. Strangar kröfur Svansins tryggja að búið er að lágmarka neikvæð umhverfis- og heilsuáhrif tengd ferli vörunnar, allt frá hráefnis- og orkunotkun, notkun hættulegra efna, flutninga, meðhöndlun úrgangs o.fl.

Hér á landi eru 5 Svansleyfi í gildi og búist er við að fleiri bætast í hópinn fljótlega en Umhverfisstofnun hafa borist 14 umsóknir um Svansvottun. „Það er ánægjulegt að sjá að fjölda merktra vara og þjónustu fjölgar sífellt,“ segir Anne Maria Sparf, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sem hefur umsjón með Svaninum á Íslandi. „Því fleiri vörur sem við fáum inn á íslenska markaðinn því auðveldara verður fyrir neytendur að velja vörur sem eru betri fyrir umhverfið og heilsuna.“

Sjá nánar á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta