Hoppa yfir valmynd
30. mars 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisteikn 2010 - líffræðileg fjölbreytni og loftslagsbreytingar

Umhverfisteikn 2010
Umhverfisteikn 2010

Umhverfisstofnun Evrópu hefur gefið út skýrsluna Umhverfisteikn 2010. Skýrslan fjallar að þessu sinni um líffræðilega fjölbreytni og loftslagsbreytingar. Í skýrslunni eru meðal annars sagðar sögur sex einstaklinga sem segja frá því hvernig breytingar á umhverfinu hafa áhrif afkomu þeirra og lífsmáta og á dýr og plöntur.  

Elena Espinos, umhverfis-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Spánar og Jacqueline McGlade, forstjóri Umhverfisstofnunar Evrópu, kynntu skýrsluna í Madríd á miðvikudag. Samtímis opnuðu þær nýja heimasíðu Umhverfisteikna.

Umhverfisstofnun Evrópu er ein af fagstofnunum Evrópusambandsins og er staðsett í Kaupmannahöfn. Starfsemi stofnunarinnar hófst árið 1994 og hefur Ísland átt aðild að stofnuninni frá upphafi. Hlutverk stofnunarinnar er að samhæfa upplýsingar og vöktun á sviði umhverfismála og koma upp evrópsku upplýsinganeti á því sviði. Dr. Hermann Sveinbjörnsson, sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu, á sæti í stjórn Umhverfisstofnunar Evrópu fyrir Íslands hönd.

Umhverfisteikn 2010. Líffræðilegur fjölbreytileiki, loftslagsbreytingar og þú.

Frétt á heimasíðu Umhverfisstofnunar Evrópu.

Heimasíða Umhverfisteikna.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta