Hoppa yfir valmynd
31. mars 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Framfylgd skilyrða í úrskurði um Kárahnjúka könnuð

Kárahnjúkavirkjun. Mynd fengin á heimasíðu Landsvirkjunar.
Kárahnjúkavirkjun

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur falið Umhverfisstofnun að kanna hvernig staðið hefur verið við þau skilyrði sem umhverfisráðuneytið setti í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar í desember 2001.

Í úrskurði ráðuneytisins var fallist á framkvæmdina með 20 tölusettum skilyrðum sem var ætlað að draga úr umhverfisáhrifum virkjunarinnar. Framkvæmdaraðila var falið að sjá til þess að skilyrðunum yrði fullnægt. Rekstur virkjunarinnar hefur nú staðið í á þriðja ár.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segist hafa fengið ábendingar um að ekki hafi verið staðið við öll skilyrðin sem sett voru í úrskurðinum og þess vegna hafi hún falið Umhverfisstofnun að kanna það sérstaklega.

Úrskurður um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta