Hoppa yfir valmynd
31. mars 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra kynnir sér hálendisvaktina

Umhverfisráðherra hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu
Í heimsókn hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra heimsótti starfsfólk Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í höfuðstöðvar félagsins í dag til að fræðast um verkefnið Safetravel, sem felst meðal annars í hálendisvakt björgunarsveita. Landsbjörg hefur haldið utan um verkefnið en það er samstarfsverkefni félaga, fyrirtækja og stofnana sem koma að ferðamennsku á hálendinu.  

Hálendisvaktin gengur út á virkt eftirlit björgunarsveita á hálendinu og fræðslu fyrir ferðamenn. Meðal þess sem hálendisvaktin leggur áherslu á er að vakta akstur utan vega og fræða erlenda ferðamenn um bann við slíkum akstri. Landsbjörg stendur hálendisvaktina frá 25. júní til 8. ágúst og í fyrra bárust 930 beiðnir um aðstoð á þessu tímabili.

Heimasíða Safetravel verkefnisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta