Afhending trúnaðarbréfs í Króatíu
Þann 1.apríl afhenti Gunnar Snorri Gunnarsson forseta Króatíu, Ivo Josipovíc, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands gagnvart Króatíu, með aðsetur í Berlín. Á fundi með forseta var einkum fjallað um tvennt, ástand efnahagsmála á Íslandi og umsókn Íslands um aðild að ESB. Króatíuforseti sagðist þess fullviss um að Íslendingar yrðu ekki lengi að vinna bug á yfirstandandi erfiðleikum. Þá fagnaði hann þeirri ákvörðun Íslands að sækja um aðild og vænti góðs af frekara samstarfi í framtíðinni.