Hoppa yfir valmynd
12. apríl 2010 Utanríkisráðuneytið

Fimmti fundur samninganefndar Íslands

Í upphafi fimmta fundar samninganefndar Íslands var Harald Aspelund, nýr formaður EES II samningahópsins boðinn velkominn, en Anna Jóhannsdóttir, fráfarandi formaður, hefur tekið til starfa í forsætisráðuneytinu og mun sitja áfram í samninganefndinni sem fulltrúi þess ráðuneytis.
Að því loknu hófst formleg fundardagskrá þar sem formaður samninganefndar fjallaði um stöðuna í aðildarferlinu. Því næst gerðu formenn samningahópa grein fyrir tímaáætlunum varðandi greinargerðir til samninganefndar. Í lok fundar ræddu nefndarmenn um undirbúning ríkjaráðstefnu, sem mun marka formlegt upphaf aðildarviðræðna eftir að leiðtogaráð ESB samþykkir að hefja viðræður.

Sjá nánar í fundarfrásögn

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta