Hoppa yfir valmynd
13. apríl 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Kynningarfundur um fjármögnunarsjóði

Norrænu fjármögnunarsjóðirnir NEFCO og NOPEF efna til kynningar á starfsemi sjóðanna og möguleikum íslenskra fyrirtækja til að sækja um stuðning á Hótel Nordica Reykjavík fimmtudaginn 15. apríl kl. 8:00-10:00.

NEFCO (Nordic Environment Finance Corporation) fjármagnar verkefni á grannsvæðum Norðurlanda í Austur-Evrópu, Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi. Verkefnin skulu miða að því að minnka álag á umhverfið, t.d. við öflun og nýtingu orku, í iðnaði og við meðhöndlun úrgangs. NEFCO er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu ríkisstjórna Norðurlandanna.

NOPEF lánar og styrkir lítil og meðalstór fyrirtæki til forathugana á hagkvæmni þess að setja upp starfsemi í löndum utan EES svæðisins. NOPEF starfar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.

Dagskrá fundarins:

  • Setning. Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri og fulltrúi í stjórn NEFCO.
  • Kynning á starfsemi NEFCO. Magnus Rystedt, framkvæmdastjóri NEFCO.
  • Möguleikar fyrir íslensk fyrirtæki. Þórhallur Þorsteinsson, fjárfestingastjóri hjá NEFCO.
  • Kynning á starfsemi NOPEF. Brynhildur Bergþórsdóttir, fulltrúi Íslands í stjórn NOPEF.

Að fundinum loknum verða fulltrúar frá sjóðnum með viðtalstíma á hótelinu. Boðið verður upp á morgunverð.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku til umhverfisráðuneytisins í síðasta lagi þriðjudaginn 13. apríl á netfangið [email protected].

Heimasíða NEFCO.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta