Hoppa yfir valmynd
13. apríl 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skýrsla um samræmd könnunarpróf haustið 2009

Mennta- og menningarmálaráðuneytið vekur athygli á skýrslu sem nýlega kom út á vegum Námsmatsstofnunar, Skýrsla um samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk 2009.

Sveitarstjórnir og skólanefndir grunnskóla

Mennta- og menningarmálaráðuneytið vekur athygli á skýrslu sem nýlega kom út á vegum Námsmatsstofnunar, Skýrsla um samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk 2009. Skýrsluna má nálgast á vef Námsmatsstofnunar.

Í skýrslunni eru ýmsar áhugaverðar upplýsingar s.s. um meðaltöl skóla og sveitarfélaga á prófunum á tímabilinu 2005 til 2009, framfarastuðlar skóla, kynjabundin mun á prófunum, hlutfall nemenda sem þurfa sérstakan stuðning á prófunum, undanþágur sem og óútskýrðar fjarvistir.
Þess er vænst að sveitarstjóri/skólanefnd skoði upplýsingar um skóla í sínu sveitarfélagi og leiti leiða til úrbóta þar sem þurfa þykir.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta