Víðtækt samstarf ráðuneytis og Umhverfisstofnunar
Umhverfisráðuneytið vinnur nú að mörgum verkefnum á sviði umhverfisverndar í góðu samstarfi við Umhverfisstofnun, þar á meðal að endurskoðun á náttúruverndarlögum, reglugerð um kjölfestuvatn og reglugerð um brennisteinsvetni. Þetta var meðal þess sem kom fram í ávarpi Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á ársfundi Umhverfisstofnunar 9. apríl síðastliðinn.
Í ávarpi sínu ræddi Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, um umhverfisgæði og náttúruauðlindir. Hún lagði áherslu á mikilvægi þess að Ísland færði sig í átt að grænu hagkerfi á komandi árum. Margt þyrfti að koma til í því sambandi, t.d. umhverfismerkingar, styrkt náttúruverndarlöggjöf og grænir skattar.
Um 180 manns mættu á ársfundinn og þar voru flutt 15 stutt erindi um nokkur af þeim fjölmörgu verkefnum sem Umhverfisstofnun vann að á síðasta ári auk þess sem Nils Hallberg frá sænsku Umhverfisstofnuninni flutti um fugla- og búsvæðistilskipun ESB.
Hægt er að skoða upptökur frá fundinum á vef Umhverfisstofnunar.
Ræða umhverfisráðherra í heild sinni.
Frétt um ársfundinn á heimasíðu Umhverfisstofnunar.