Hoppa yfir valmynd
14. apríl 2010 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmála- og mannréttindaráðherra heimsótti Litla-Hraun og Bitru

Frá heimsókn ráðherra.
Frá heimsókn ráðherra.

Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, og Margrét Frímannsdóttir forstöðumaður, tóku á móti ráðherra og gestum á Litla-Hrauni. Rædd voru ýmis mál, svo sem heilbrigðismál fanga og vinnumál þeirra, auk þess sem ráðherra ávarpaði starfsmenn fangelsisins á fundi sem þeir héldu.

Ráðherra og forstjóri Fangelsismálastofnunar skoðuðu einnig fangelsið Bitru undir leiðsögn Einars Vals Oddssonar, varðstjóra yfir fangelsinu. Í Bitru verður rými fyrir 16-20 fanga. Um er að ræða svokallað „opið“ fangelsi þar sem vistaðir verða fangar sem treyst er til að vistast í opnu úrræði. Við val á föngum er stuðst við mat sérfræðinga og fangavarða sem hafa umgengist fangana í afplánun.

Með ráðherra í för voru Ása Ólafsdóttir aðstoðarmaður hennar og Jón Magnússon skrifstofustjóri í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum