Hoppa yfir valmynd
14. apríl 2010 Matvælaráðuneytið

Stefnan tekin á heilsuferðaþjónustu

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Magnús Orri Schram formaður Samtaka um heilsuferðaþjónustu undirrituðu í dag samning um stuðning iðnaðrráðuneytis við fyrsta stig markaðsátaksins „Heilsulandið Ísland“.

Megin markmið samstarfsins er að þróa og hanna sameiginlegt markaðsefni til kynningar á heilsuferðaþjónustu á Íslandi og hefja markaðsátak á Heilsulandinu Íslandi.

Um 90 manns mættu á stofnfund Samataka um heilsuferðaþjónustu sem haldinn var í Reykjavík 28. janúar s.l. og hafa samtökin nú hafið markvissa þróun vörumerkis fyrir „Heilsulandið Ísland“ ásamt ímyndartexta, stöðlum og skilgreiningum m.a. á því hvað vörumerkið stendur fyrir, hverjir megi nýta sér það og í hvaða samhengi.

Samhliða kynningu á vörumerkinu í júní 2010 verða kynntar „vörur“ frá aðilum innan samtakanna eða afsprengi samstarfs aðilanna.

Samtök um heilsuferðaþjónustu munu vinna að ofangreindum markmiðum í nánu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir tengdar ferðamálum, atvinnuþróun og heilbrigðismálum.

Samtök um heilsutengda ferðaþjónustu eru vistuð á Ferðamálastofu og er starfsmaður þeirra Sunna Þórðardóttir, ferðamálafræðingur.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta