Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2010 Matvælaráðuneytið

Brúar í Aðaldal, Þingeyjarsveit til leigu.

Brúar í Aðaldal, Þingeyjarsveit.

Jörðin tilheyrir svokallaðri Grenjaðarstaðartorfu. Landið er leigt til slægna og beitar. Enginn framleiðsluréttur fylgir jörðinni. Ræktað land er 27,5 ha. Með í leigunni fylgja útihús jarðarinnar í þokkalegu ástandi. Sömuleiðis fylgir með hlutur Brúa í óskiptu landi að jöfnu með jörðunum Grenjaðarstað, Búvöllum, Aðalbóli, Staðarhóli og Hvoli. Brúar eiga 1,6 einingar veiðiréttar í Laxá og Kraká sbr. arðskrá Veiðifélags Laxár og Krakár 31. maí 2000.

Undanskilin í leigunni er lóð undir íbúðarhús jarðarinnar sem er í eigu einkaaðila.

Mannvirkjagerð er óheimil á landinu nema með leyfi landeiganda.

Skv. lýsingu eftir skoðunarferð snemma árs 2010 hafa tún verið slegin en eru flest gamalræktuð utan 6,09 ha spildu sem endurræktuð var 2007 og 2,97 ha spilda endurræktuð 2009.

Leigutaki áskilur sér rétt til að undanskilja í leigunni svæði undir botnfall miðlunarlóns. Ef til þess kæmi á leigutímanum að stífla Laxárvirkjunar yrði hækkuð, eða landeigandi vill breyta landnýtingu að öðru leyti, yrði það einhliða ákvörðun leigusala og ætti leigutaki ekki bótarétt vegna þessa.

Hvorum aðila um sig er heimilt að óska eftir endurskoðun á leigugjaldi að 5 árum liðnum.

Leigugjald er reiknað skv. reglum um fjárhæð jarðaafgjalda fyrir jarðir á forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta