Eldgosið - upplýsingaefni á ensku
Útbúin hefur verið sameiginleg tilkynning á ensku frá utanríkisráðuneytinu, Útflutningsráði og Ferðamálastofu vegna gossins undir Eyjafjallajökli. Í henni er leitast við að draga fram helstu staðreyndir varðandi gosið, ekki síst með erlent ferðafólk í huga og erlenda viðskiptaaðila.
Með sameiginlegri tilkynningu er leitast við að koma á framfæri samræmdum og yfirveguðum skilaboðum frá íslenskum yfirvöldum um eðli og framvindu gossins og áhrif þess á ferðalög og daglegt líf hérlendis. Þar er einnig að finna tengingar inn á helstu upplýsingasíður sem fólk þarf á að halda í tilfellum sem þessum, svo sem upplýsingasíður flugfélaganna, Almannavarnir og Veðurstofuna.
Tilkynningin er einnig aðgengileg á landkynningarvef Ferðamálastofu visiticeland.com, vef Útflutningsráðs icetrade.is, á vef íslenskra stjórnvalda á iceland.org og á heimasíðum sendiráða Íslands erlendis, og geta íslensk fyrirtæki og einkaaðilar nýtt sér hana til að koma upplýsingum á framfæri.