Föstudagurinn 23. apríl er Aþjóðlegur dagur bókarinnar
Vika bókarinnar var sett í dag, miðvikudaginn 21. apríl í samkomusal Austurbæjarskólans. Það var Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sem setti vikuna. Hún las jafnframt úr einni uppáhalds barnabókinni sinni fyrir nemendur úr 5. bekk skólans.
Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að Viku bókarinnar, sem hefst 21. apríl og stendur til 27. apríl. Alþjóðlegur dagur bókarinnar er föstudaginn 23. apríl.