Nýtt álit frá reikningsskila- og upplýsinganefnd
Niðurstaða nefndarinnar er sú að sveitarfélagi sé skylt að meta lóðir og lendur í eigu sveitarfélagsins sem það hefur leigutekjur af og færa til eignar í efnahagsreikningi Eignasjóðs. Ekki skal reikna leigutekjur hjá Eignasjóði vegna þessara eigna, segir einnig í niðurstöðu nefndarinnar, enda séu engin bein gjöld vegna þeirra færð hjá Eignasjóði.
Þá kemur fram í áliti reikningsskila- og upplýsinganefndar að fram hafi komið ábendingar um að mikilvægt sé að í ársreikningum sveitarfélaga sé að finna viðeigandi upplýsingar um helstu eignir og allar skuldir hverju sinni. Mörg sveitarfélög eigi lóðir og lendur og í þeim felist veruleg verðmæti sem ekki eru eignfærð í efnahagsreikningi, einkum lóðir í þéttbýli.
Álit 2/2010: Færsla á lóðum og lendum í bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélaga