Hoppa yfir valmynd
23. apríl 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra skoðar afleiðingar öskufalls

Umhverfisráðherra á ferð með Ólafi Eggertssyni bónda á Þorvaldseyri. Mynd: Torfi Hjartarson.
Undir Eyjafjöllum

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skoðaði í vikunni þau svæði í byggð sem hafa orðið verst úti af völdum náttúruhamfaranna í Eyjafjallajökli.

Kjartan Þorkelsson sýslumaður í Rangárvallasýslu og Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri tóku á móti ráðherra..Kjartan kynnti skipulag rýmingaraðgerða og forvarna ásamt þeim Sigurgeiri Guðmundssyni  formanni Landsbjargar og Svani Lárussyni í stjórnstöð almannavarna hjá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu. Ljóst er að framúrskarandi vel hefur tekist til um allar neyðarráðstafanir vegna eldgossins og lögregla og björgunarsveitir hafa unnið frábært starf með fólkinu í sveitunum. Fjölmargar aðrar stofnanir og samtök koma nú að margháttuðum stuðningi við íbúa þeirra svæða sem verst hafa orðið úti.

Flugbjörgunarsveitin bauð síðan gestum í ökuferð um áhrifasvæðin undir leiðsögn sýslumanns og Elvars Eyvindssonar sveitarstjóra Rangárþings ytra. Ummerki flóðann í Markarfljóti voru skoðuð og síðan var rætt við Ólaf Eggertsson bónda á Þorvaldseyri og skemmdir á varnargörðum við Svaðbælisá í landi hans voru skoðuð. Þar hafa orðið gríðarlegar skemmdir á akuryrkjulandi og ekki er útséð með hvernig því stórmerka ræktunarstarfi sem þar hefur verið stundað reiðir af. Svaðbælisáin olli jafnvel enn meiri skemmdum á túnum og ökrum í landi Önundarhorns.

Að lokum var ekið víðar um jarðir Austur Eyjafjalla. Ekki varð vart við öskufall á meðan á kynningarferðinni stóð.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta