Ísland í sviðsljósinu á EXPO 2010 í Kína
Ísland var í hópi þeirra þjóða á heimssýningunni EXPO 2010 í Shanghai sem opnuðu fyrst dyr sínar fyrir gestum á prufuopnun sýningarinnar þann 20., 23., 24. og 26. apríl s.l. Alls heimsóttu 22.000 manns íslenska skálann á meðan á prufuopnuninni stóð. Sýningin verður formlega opnuð 1. maí nk.
Íslenski skálinn á EXPO hefur notið mikillar athygli fjölmiðla í Kína á síðustu mánuðum. Alls hafa verið birtar rúmlega 80 greinar og fréttir, aðallega í kínverskum miðlum, um þátttöku Íslands síðustu fjóra mánuði. Lögð er rík áhersla á að nýta þátttökuna til að koma á framfæri upplýsingum um Ísland og íslenska hagsmuni í Kína.
Sem dæmi um umfjöllunina þá flutti CCTV 9, enskumælandi útsending kínverska ríkissjónvarpsins, sérstakar fréttir af íslensku þátttökunni núna í vikunni fyrir opnun sýningarinnar.
http://english.cctv.com/program/worldwidewatch/20100423/101558.shtml
http://english.cctv.com/program/cultureexpress/20100414/101268.shtml
Ísland var einnig valið sem ein tíu þátttökuþjóða á EXPO sem Shanghai Media Group hefur unnið heimildarmynd um. Utanríkisráðuneytið og Útflutningsráð aðstoðuðu við gerð myndarinnar.