Jarðir og spildur til leigu
Lága – Kotey, Skaftárhreppi.
Um er að ræða húsalausa eyðijörð í Meðallandi.
Úr úttektarskýrslu frá 31. ágúst 2008:
Tún voru ekki mæld en eru samkvæmt fasteignamati 9,1 ha. Þar til viðbótar hefur fráfarandi leigjandi ræktað, 2007 og 2008, alls 15,8 ha. Framræsluskurðir sem tilheyra Háu- og Lágu- Koteyjum, hafa verið hreinsaðir á um 10 km kafla og um 4 km af breiðum affallsskurðum.
Girðingar hafa verið endurnýjaðar að nokkru leyti. Ný netgirðing er með skurði fyrir sunnan tún, um 342 m löng. Nýlegar netgirðingar 2x237 m langar, liggja beggja megin með þjóðvegi frá mörkum Háu-Koteyjar, vestur að brú á veginum. 281 m netgirðing í mörkum við Nýjabæ, með gamla þjóðveginum. Síðan eru 5 strengja rafgirðingar, 318 m markagirðing á móti Rofabæ með gamla vegi og 170 m vestur með mörkum. 334 m rafgirðing með mörkum Efri-Eyjar III, að mörkum Háu-Koteyjar. Aðrar girðingar eru misjafnar en fjárheldar.
Mannvirkjagerð er óheimil á landinu. Enginn framleiðsluréttur fylgir.
Hvorum aðila um sig er heimilt að óska eftir endurskoðun á leigugjaldi að 5 árum liðnum.
Leigugjaldið verður reiknað skv. reglum um fjárhæð jarðaafgjalda fyrir jarðir á forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins útg. 1. febrúar 2006.
Jörðin var auglýst til leigu í Morgunblaðinu 1. maí 2010 og auglýsing birtist einnig í Bændablaðinu 13. maí 2010.
Umsóknarfrestur er til 25. maí 2010.
Galtastaðir fram, Hróarstungu, Fljótsdalshéraði.
Jörðin er leigð til beitar og slægna. Stærð jarðarinnar er 778,3 ha skv. skoðunarskýrslu 2002. Ekki hefur verið stundaður búskapur á jörðinni í u.þ.b. 20 ár. Ræktað land er 12,4 ha skv. Fasteignaskrá Íslands. Tún hafa ekki verið slegin í nokkur ár, en eru gott beitiland. Girðingar á landinu eru í fremur slöku ástandi. Gömul bæjarhús og útihús eru á jörðinni sem á að varðveita sem þjóðminjar og er u.þ.b. 1,65 h spilda umhverfis þau er undanskilin við leigu jarðarinnar. Einhver silungsveiði er í Álftavatni sem er á mörkum jarðanna Straums, Kleppjárnsstaða og Galtastaða. Eiga Galtastaðir land að því og réttindi svæði, sbr. Landamerkjabréf dags. 22. júlí 1922. Upplýsingar um mörk jarðarinnar eru í landamerkjabók Norður-Múlasýslu frá 1922 og er staðfest af fyrrum eiganda að ekki hafi orðið breytingar á þeim.
Ef leigutaki ákveður að endurrækta túnin á leigutímanum, þarf hann að kosta þá ræktun, sem og uppgröft skurða o.þ.h. Leigusali mun ekki greiða fyrir slíkar endurbætur við lok leigutíma. Ef grafa þarf upp úr landamerkjaskurðum eða setja upp landamerkjagirðingar, ber leigutaka að greiða helming kostnaðar á móti eigendum aðliggjandi jarða, sbr. girðingalög. Fyrir liggur að við lok leigutíma mun, ef ástæða er til, fara fram úttekt skv. V. kafla ábúðarlaga nr. 80/2004, sem landeigandi og leigutaki greiða sameiginlega fyrir og þá verða hugsanlegar framkvæmdir leigutaka vegna landamerkja metnar. Mannvirkjagerð er óheimil á landinu.
Í samræmi við ákvæði 17. gr. laga nr. 17/1965 um landgræðslu skal leigutaki gæta þess að landkostir jarðarinnar rýrni ekki á leigutímanum. Leigusali getur leitað álits Landgræðslu ríkisins og gerir stofnunin tillögur um úrbætur telji hún þess þörf þ.m.t. að krefjast ítölu í samræmi við III. kafla laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. og 23 gr. laga um landgræðslu. Leigusala er heimilt að takmarka fjölda beitarpenings á jörðinni að fengnum tillögum Landgræðslu ríkisins.
Mannvirkjagerð er óheimil á landinu. Enginn framleiðsluréttur fylgir.
Hvorum aðila um sig er heimilt að óska endurskoðunar á leigugjaldi að 5 árum liðnum.
Leigugjaldið verður reiknað skv. reglum um fjárhæð jarðaafgjalda fyrir jarðir á forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins útg. 1. febrúar 2006.
Jörðin var auglýst til leigu í Morgunblaðinu 1. maí 2010 og auglýsing birtist einnig í Bændablaðinu 13. maí 2010.
Umsóknarfrestur er til 25. maí 2010.
Nýbýlaland VI í Hjaltastaðaþinghá, Fljótsdalshéraði.
Landið er 80,7 ha skv. hnitasettri teikningu Sigurgeirs Skúlasonar dags. 20.11.2009. Landið er leigt til slægna og beitar. Nýbýlaland VI tilheyrði upprunalega jörðinni Hreimsstöðum en ríkið keypti það af þáverandi eiganda árið 1955. Tún hafa verið slegin undanfarin ár. Skv. arðskrá fyrir veiðfélag Selfljóts frá 16. júní 1970, á Nýbýlaland VI, 22 af 1000 hluta réttindum í Selfljóti.
Ef leigutaki ákveður að endurrækta túnin á leigutímanum, þarf hann að kosta þá ræktun, sem og uppgröft skurða o.þ.h. Leigusali mun ekki greiða fyrir slíkar endurbætur við lok leigutíma. Ef grafa þarf upp úr landamerkjaskurðum eða setja upp landamerkjagirðingar, ber leigutaka að borga helming kostnaðar á móti eigendum aðliggjandi jarða, sbr. girðingalög. Fyrir liggur að við lok leigutíma mun, ef ástæða er til, fara fram úttekt skv. V. kafla ábúðarlaga nr. 80/2004, sem landeigandi og leigutaki greiða sameiginlega fyrir og þá verða hugsanlegar framkvæmdir leigutaka vegna landamerkja metnar.
Í samræmi við ákvæði 17. gr. laga nr. 17/1965 um landgræðslu skal leigutaki gæta þess að landkostir jarðarinnar rýrni ekki á leigutímanum. Leigusali getur leitað álits Landgræðslu ríkisins og gerir stofnunin tillögur um úrbætur telji hún þess þörf þ.m.t. að krefjast ítölu í samræmi við III. kafla laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. og 23 gr. laga um landgræðslu. Leigusala er heimilt að takmarka fjölda beitarpenings á jörðinni að fengnum tillögum Landgræðslu ríkisins.
Mannvirkjagerð er óheimil á landinu. Enginn framleiðsluréttur fylgir.
Hvorum aðili um sig er heimilt að óska endurskoðunar á leigugjaldi að 5 árum liðnum.
Leigugjaldið verður reiknað skv. reglum um fjárhæð jarðaafgjalda fyrir jarðir á forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins útg. 1. febrúar 2006.
Jörðin var auglýst til leigu í Morgunblaðinu 1. maí 2010 og auglýsing birtist einnig í Bændablaðinu 13. maí 2010.
Umsóknarfrestur er til 25. maí 2010.