Starfshópur um aðbúnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra afurða þeirra
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, hefur ákveðið að skipa starfshóp til að endurskoða reglugerð nr. 438/2002 um aðbúnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra afurða þeirra.
Vakin hefur verið athygli á að reglur um útivist nautgripa séu ekki nægilega skýrar, og er hópnum sérstaklega falið að yfirfara þær ásamt öðru því í reglugerðinni, sem hópurinn telur að færa megi til betri vegar.
Starfshópurinn var skipaður 28. apríl 2010.
Starfshópinn skipa:
- Sigurborg Daðadóttir, forstöðumaður, MATÍS, formaður
- Guðný Helga Björgvinsdóttir, bóndi,
- Snorri Sigurðsson, verkefnisstjóri, LBHÍ,
- Unnsteinn Snorri Snorrason, ráðunautur, BÍ.