Staða skólameistara við Borgarholtsskóla
Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Borgarholtsskóla rann út mánudaginn 3. maí sl. Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust fjórtán umsóknir um stöðuna, frá fjórum konum og tíu körlum.
Umsækjendur eru:
- Ari Halldórsson, kennslustjóri,
- Ágústa Elín Ingþórsdóttir, sviðsstjóri,
- Ársæll Guðmundsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar,
- Ásgrímur Angantýsson, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins,
- Bryndís Sigurjónsdóttir, settur skólameistari Borgarholtsskóla,
- Eyjólfur Bragason, stjórnsýslufræðingur,
- Guðrún Ragnarsdóttir, kennslustjóri,
- Helgi Einar Baldursson, framhaldsskólakennari,
- Jakob Bragi Hannesson, framhaldsskólakennari,
- Jóhannes Ágústsson, framhaldsskólakennari,
- Kristín Jónsdóttir, forstöðumaður Endurmenntunar HÍ,
- Magnús Ingólfsson, framhaldsskólakennari,
- Magnús Ingvason, kennslustjóri,
- Sigurður R. Guðjónsson, áfangastjóri.
Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. ágúst nk., að fenginni umsögn hluteigandi skólanefndar, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, með síðari breytingum.