Hoppa yfir valmynd
10. maí 2010 Matvælaráðuneytið

Viðskiptafulltrúi á fundi með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Ilona Vasilieva og Jón Bjarnason
Ilona Vasilieva og Jón Bjarnason

Nýr viðskiptafulltrúi við sendiráð Íslands í Moskvu, Ilona Vasilieva, kom til fundar við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Jón Bjarnason í ráðuneytinu í dag. Á fundinum voru ræddir möguleikar á að auka útflutning á landbúnaðarafurðum til Rússlands þar sem dýrmætur og vaxandi markaður er fyrir hágæðavarning.

Ilona Vasilieva hefur mikla reynslu af viðskiptum m.a. með landbúnaðarvörur til Rússlands og var hún hálft fimmta ár viðskiptafulltrúi hjá Útflutningsráði Ástralíu, Austrade.

Á fundi með ráðherra lýsti Ilona þeirri skoðun að íslenskar landbúnaðarafurðir eigi mkila möguleika á að komast inn á markað sem hágæaðavara. Þannig benti hún á tækifæri sem felast í útflutningi á hrossum og sauðfé á fæti auk þess sem sóknarfæri eru inn á markaði í stærri borgum Rússlands með frosið lamba- og hrossakjöt. Einnig sé mikil ásókn í íslenska ullarvöru.

Mikilvægt er að vanda vel til slíkrar markaðssóknar, sérstaklega þegar ætlunin er að leggja áherslu á hreinleika og gæði með það að markmiði að hámarka söluverð. Því þurfi að útbúa vandað kynningarefni á rússnensku til hagsmunaaðila og nauðsynlegt sé að taka á móti sendinefndum og taka þátt í kaupstefnum fyrir landbúnaðarafurðir í Rússlandi.

Íslendingar hafa um áratuga skeið átt í nokkrum viðskiptum við Rússland og er um 70% af útflutningi okkar þangað sjávarafurðir.

Á næstu dögum mun Ilona Vasileva kynna sig og hugmyndir sínar um sóknarfæri inn á Rússlandsmarkað gagnvart hagsmunaaðilum á Íslandi og þeim ráðuneytum sem málið varðar.

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta