Hoppa yfir valmynd
11. maí 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skrifað var undir samning mennta- og menningarmálaráðuneytis og Þórbergsseturs

Skrifað var undir samning mennta- og menningarmálaráðuneytis og Þórbergsseturs þann 5. maí síðastliðinn. Þórbergssetur er fræðasetur á fæðingarstað Þórbergs Þórðarsonar að Hala í Suðursveit.
Mennta- og menningarmálaráðherra Katrín Jakobsdóttir og Fjölnir Torfason
Mennta- og menningarmálaráðherra Katrín Jakobsdóttir og Fjölnir Torfason

Skrifað var undir samning mennta- og menningarmálaráðuneytis og Þórbergsseturs þann 5. maí síðastliðinn. Þórbergssetur er fræðasetur á fæðingarstað Þórbergs Þórðarsonar að Hala í Suðursveit. Þar er sýning um Þórberg Þórðarson og leitast við að fræða gesti um líf hans og list og að varpa ljósi á þá alþýðumenningu sem birtist í verkum listamannsins. Mennta- og menningarmálamálaráðherra heimsótti setrið af þessu tilefni en Fjölnir Torfason og Þorbjörg Arnórsdóttir á Hala tóku á móti gestum frá ráðuneytinu og frá sveitarfélaginu Hornafirði. Á leiðinni austur stoppaði ráðherra á Byggðasafninu á Skógum og kannaði aðstæður vegna öskufalls en ljóst er að eldgosið í Eyjafjallajökli hefur veruleg áhrif á starfsemi safnsins. Þórður Tómasson og Sverrir Magnússon tóku á móti ráðherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta