Hoppa yfir valmynd
17. maí 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Máldagi fyrir Stafkirkjuna á Heimaey undirritaður

Máldagi fyrir Stafkirkjuna á Heimaey var undirritaður 17. maí 2010 í forsætisráðuneytinu.
Máldagi fyrir Stafkirkjuna á Heimaey undirritaður
Máldagi fyrir Stafkirkjuna á Heimaey undirritaður

Máldagi fyrir Stafkirkjuna á Heimaey var undirritaður 17. maí 2010 í forsætisráðuneytinu að viðstöddum Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, herra Karli Sigurbjörnssyni biskupi Íslands og Kristjáni Björnssyni formanni stjórnar Stafkirkjunnar. Kirkjan er gjöf norsku þjóðarinnar til Íslands í tilefni af þúsund ára afmæli kristni í landinu.

Forsætisráðherra veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd íslensku þjóðarinnar 30. júlí 2000 og hefur ákveðið að fela þjóðkirkjunni og Vestmannaeyjabæ umsjá hennar og umráð eins og nánar greinir í máldaga þessum.

Forsætisráðuneytið, Biskup Íslands og Vestmannaeyjabær gerðu með sér máldaga, samþykktan 27. febrúar 2001, um rekstur og ábyrgð vegna stafkirkjunnar í Vestmannaeyjum. Frá og með 17. maí 2010, tekur mennta- og menningarmálaráðuneyti við hlutverki forsætisráðuneytis samkvæmt máldaganum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta