Hoppa yfir valmynd
19. maí 2010 Forsætisráðuneytið

Frumvarp um sanngirnisbætur samþykkt sem lög frá Alþingi

Frumvarp til laga um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum fyrir börn var samþykkt samhljóða á Alþingi í gærkvöldi. Þar er kveðið á um bætur allt að 6 milljónum króna til handa einstaklingum sem urðu fyrir varanlegum skaða vegna illrar meðferðar eða ofbeldis á tilteknum stofnunum eða heimilum.

Forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpinu 25. mars síðastliðinn. Allsherjarnefnd afgreiddi frumvarpið með lítilsháttar breytingum hinn 12. maí sl. Allir sem tóku til máls við 1. umræðu lýstu stuðningi við frumvarpið. Í samræmi við það gengu bæði 2. og 3. umræða hratt fyrir sig í gærkvöldi.   

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta